Ég nota núna Claude til að byggja n8n-flæði sem sér um ákveðin skref fyrir mig sjálfvirkt. Ég keyri self-hosted n8n sem tengist mínu persónulega Notion, þar sem ég geymi tengiliðagagnagrunn (mitt eigið CRM). Þar er reitur fyrir afmælisdaga, og Claude setti saman JSON-flæði sem ég flutti inn í n8n. Flæðið sendir mér tölvupóst daginn áður en einhver á afmæli. Ég gleymi alltaf afmælisdögum og kíki á tölvupóst á hverjum degi, þannig að þetta hentar vel. Ég ætlaði að tengja þetta við SMS-lausn frá Twilio, en það var smá kostnaður við það, svo ég lét SMTP duga.

Ég mun pottþétt smíða fleiri flæði í n8n og Vibe Code-a þau með gervigreind. Þar sem ég skipulegg flest persónuleg verkefni í Notion er þetta algjör snilld.
Ég er líka með annan gagnagrunn, Daily to-dos einhvers konar Kanban borð, þar sem ég skipulegg dagleg verkefni og ýmislegt úr einkalífinu. Líklega verður næsta skref að finna sjálfvirkni sem passar fyrir þann hluta.